Innlent

Lög­regla varar fólk við því að hlýða SMS-um frá Ken

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan hvetur fólk til þess að láta Ken ekki blekkja sig.
Lögreglan hvetur fólk til þess að láta Ken ekki blekkja sig. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag fengið fjölda tilkynninga frá fólki sem hafa borist óvenjuleg SMS-skilaboð sem eiga það sameiginlegt að vera frá aðila sem kallar sig Ken. Í skilaboðunum óskar aðilinn eftir því að viðtakendur staðfesti móttöku skilaboðanna með því að senda honum tölvupóst á tiltekið netfang.

Í fremur óljósum skilaboðum sem lögreglan birtir með tilkynningunni segist sendandinn vonast til þess að geta treyst viðtakanda fyrir viðskiptum sem nemi 27,5 milljónum Bandaríkjadala.

„Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en hrein og klár svikastarfsemi. Við viljum brýna fyrir fólki að svara ekki svona SMS-skilaboðum og fara alls ekki eftir því sem farið er fram á að verði framkvæmt, það er að senda póst á uppgefið netfang!“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar.

 

Að lokum hvetur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alla borgara sem kannast við slíkar sendingar til þess að loka á umrætt númer í síma sínum og koma þannig í veg fyrir að fólk fái þaðan fleiri skilaboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×