Hefðu sent öll neyðarboðin samtímis ef um neyðartilfelli væri að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:09 Frá Grindavík. Fjallið Þorbjörn er í baksýn en á honum er töluvert af fjarskiptabúnaði. Vísir/Arnar Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52