Sport

Í beinni í dag: Þórsarar geta komist upp úr fallsæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar hafa leikið vel upp á síðkastið.
Þórsarar hafa leikið vel upp á síðkastið. vísir/bára

Tveir leikir verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Klukkan 19:15 hefst leikur Þórs Ak. og KR í Domino's deild karla í körfubolta. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 19. desember en var frestað vegna veðurs.Með sigri jafna Íslandsmeistarar KR Njarðvík að stigum í 4. sæti deildarinnar.Ef Þór vinnur fer liðið hins vegar upp úr fallsæti. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hafa Þórsarar unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.Klukkan 19:45 hefst svo leikur Parma og Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni.Parma er í 9. sæti deildarinnar en Lecce í því sautjánda. Lecce hefur tapað þremur leikjum í röð og er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.Lista yfir beina útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:

19:05 Þór Ak. - KR, Stöð 2 Sport 2

19:40 Parma - Lecce, Stöð 2 Sport

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.