Lífið samstarf

Moka bílaplön, göngustíga og tröppur

Garðlist kynnir

„Við höfum séð það svartara en þegar veðrið er svona eins og undanfarna daga er verkefnið stórt og ansi margt sem þarf að komast yfir. Það sem er af ári höfum við verið að nánast allan sólarhringinn,“ segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar en eitt af stóru verkefnunum þeirra yfir vetrartímann síðustu 30 ár hefur verið snjómokstur.

„Óhætt er að segja að tíðarfarið hafi haldið starfsmönnum vel við efnið en fjölmargir treysta á þjónustu okkar. Við bjóðum upp á ýmiskonar þjónustu og meðal annars handmokum við tröppur, söltum og hálkuverjum. Verslanir, fyrirtæki og einstaklingar nýta sér þá þjónustu talsvert. Snjólaust aðgengi skiptir sköpum fyrir til dæmis  eldra fólk og aðra sem eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Svo getur gerst að  hitabræðslukerfi klikki á ögurstund eða að þau nái ekki að bræða allan snjóinn og þá stökkvum við inn og hreinsum þar sem hreinsa þarf til að tryggja gott aðgengi.“

„Við þjónustum fjölbreyttan hóp viðskiptavina, fyrirtæki og verslanir, húsfélög og einstaklinga. Viðkomandi getur verið í áskrift fyrir ákveðið þjónustustig og við sjáum um að vakta svæðið sem á að moka og  þegar þörf er á þjónustunni þá er hún veitt í samræmi við áskriftarleið viðskiptavinarins. Vaktsíminn er opinn allan sólarhringinn og við fáum inn pantanir sama hvað klukkan er,“ segir Brynjar.

Allar stærðir af tækjum tryggja stöðuga þjónustu

„Tækjaflóran hjá okkur er mjög breið. Þar með getum við brugðist skjótt við ólíkum útköllum með fleiri tækjum. Þessa dagana erum við með tug traktora að ryðja göngustíga þar sem gröfur eða bílar komast ekki að. Bílar með tönn ryðja plön og gröfur þar sem þarf. Við heyrum það frá okkar viðskiptavinum að það sem einkenni okkur er áreiðanleikinn í þjónustunni, sem við tryggjum með  vönu starfsfólki. Það skemmir síðan ekki fyrir að okkur finnst þetta mjög skemmtilegt starf,“ segir Brynjar að lokum og brosir.

Nánari upplýsingar er að finna á Garðlist.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Garðlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×