Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 23:15 Mahomes (15) fer sáttur að sofa í nótt. Vísir/Getty Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers. NFL Ofurskálin Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Sjá meira
Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers.
NFL Ofurskálin Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Sjá meira