Innlent

Sóttvarnir til fyrirmyndar á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan leit t.a.m. við á Vopnafirði í úttekt sinni um Austurland.
Lögreglan leit t.a.m. við á Vopnafirði í úttekt sinni um Austurland. vísir/vilhelm

Sóttvarnaráðstafnir hjá vertum á Austurlandi virðast vera til fyrirmyndar, ef marka má umsögn lögreglunnar. Enginn Austfirðingur hefur sýkst af kórónuveirunni undanfarna daga, tveir eru í einangrun og 10 í sóttkví.

Lögreglan á Austurlandi segist hafa ráðist í eftirlit með smitvörnum á samkomustöðum, verslunum og veitingastöðum í umdæminu undanfarna daga. Fetar hún þar í fótspor starfssystkina sinna annars staðar á landinu, t.a.m. í Reykjavík þar sem gerðar hafa verið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað og ráðstafanir skemmtistaða að undanförnu. Einum var t.a.m. lokað tímabundið á dögunum.

Alls segist lögreglan á Austurlandi hafa heimsótt 34 staði í eftirlitsferð sinni, allt frá Vopnafirði til Djúpavogs. Niðurstöður embættisins eru eftirfarandi:

„Smávægilegar ábendingar voru gerðar á nokkrum stöðum er snéru að merkingum. 3 stöðum var bent á að bæta úr aðgengi vegna sameiginlegra áhalda s.s. vatns- og kaffikönnum og hnífapörum. Á 2 stöðum vantaði upp á smitvarnir og merkingar sem voru gerðar athugasemdir við og viðkomandi rekstaraðila gert að lagfæra. Þessum athugasemdum verður fylgt eftir með annarri heimsókn til að athuga hvort bætt hafi verið úr.“

Það sé því mat lögreglu að almennt hafi smitvarnir „verið til fyrirmyndar og rekstraraðilar staðið sig vel og því ber að hrósa,“ eins og það er orðað í samantekt embættisins.


Tengdar fréttir

Einum veitingastað lokað tímabundið

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöldi einum veitingastað vegna brota á tilmælum um sóttvarnir og tveggja metra reglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×