Starfsfólk Mountaineers of Iceland harmar atburðinn og biðst velvirðingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 20:24 Frá vettvangi við Langjökul í nótt. Veðrið var afar slæmt og mjög þung færð. Landsbjörg Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland harmar það sem gerðist við Langjökul í gær er 39 ferðamenn auk tíu leiðsögumanna fyrirtækisins urðu veðurtepptir vegna ófærðar og óveðurs. Hundruð björgunarsveitarmanna þurftu að koma fólkinu til aðstoðar og þakka starfsmenn Mountaineers öllum viðbragðsaðilum veitta aðstoð og stuðning. Þá biður starfsfólkið alla viðkomandi velvirðingar á því sem þarna gerðist. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér nú í kvöld. Þar er atburðarás gærdagsins rakin nokkuð ítarlega og kemur meðal annars fram að um klukkan hálfníu í gærkvöldi hafi allir ferðamennirnir verið komnir í skjól í bílum fyrirtækisins. Þá gerðu seinkanir í vélsleðaferðinni það að verkum að ferðin færðist inn í afar slæmt veður sem Veðurstofa Íslands hafði áður varað við með gulum viðvörunum. Yfirlýsingu fyrirtækisins má sjá í heild hér fyrir neðan:Mountaineers of Iceland harma atvik í Skálpanesi í gærÍ gær var öllum sleðaferðum Mountaineers aflýst nema einni ferð með sleðahóp 39 viðskiptavina sem var áætlaður í vélsleðaferð og skoðun í Íshellinn í hádeginu 7. janúar. Hópurinn kom í bækistöð Mountaineers Geldingafell kl. 12:00. Vitað var að von væri á slæmu veðri þegar liði á daginn, eða um kl. 15:00. Mountaineers eru með eigin veðurstöð og samkvæmt athugun á veðri hjá veðurstofum og eigin veðurstöð fyrir ferðina var tímaramminn í lagi m.t.t. veðurs og ferðaáætlunar og glugginn því nýttur.Klukkan 12:30 átti ferðin að hefjast en brottför tafðist um 20 mínútur og þannig hófst atburðarás seinkana sem færði ferðina inn í slæma veðrið. Skoðunin Íshellisins tók lengri tíma en áætlað var og lögðu vélsleðarnir af stað kl. 14:16 en hefðu átt að vera farnir frá Íshellinum ekki seinna en kl. 13:30. Á þessum tíma var farið að bæta í vind við Skálpanes. Leiðin frá Íshellinum gekk mjög hægt í erfiðum snjó og ferð sem venjulega tekur um 20 mínútur tók klukkutíma. Þegar þarna er komið við sögu er klukkan orðin 15:16 og ljóst að áætlun hefur raskast.Klukkan 15:20 er ljóst að ferðin mun ganga hægar að Geldingafelli. Tuttugu og fimm mínútur líða þangað til að staðan er aftur tekin en þá höfðu leiðsögumenn aðeins komist um 150 metra til viðbótar með hópinn. Allir vélsleðarnir eru með ferilvöktunarbúnað og Tetra talstöðvar eru hluti af öryggisbúnaði. Stjórnstöð Mountaineers var vel upplýst um staðsetningu og aðstæður hópsins allan tímann.Kl. 20:28 var hópurinn komnir í skjól í bílum Klukkan 15:50 leggur viðbúnaðarteymi Mountaineers af stað frá Flúðum upp í Geldingafell samkvæmt viðbragðsáætlun B. Klukkan 16:15 ákveður aðalleiðsögumaður hópsins að halda ekki ferð áfram og býr til skjól með sleðunum. Starfsmenn í Geldingafelli reyndi að nálgast hópinn á bílum en þurftu frá að hverfa vegna þungfærðar þrátt fyrir að skyggni væri ágætt. Ákveðið var að sækja snjótroðarann í Skálpanes samkvæmt viðbragðsáætlun A. Eftir nokkur hundruð metra akstur bilar snjótroðarinn. Sem fyrr segir var viðbragðsáætlun B orðin virk sem eru fjórir bílar og jarðýta til að ryðja leiðina. Það verða hinsvegar áföll í þessari áætlun líka því aðeins tekst að koma tveimur bílum til hópsins kl. 20:28 og var hann þar með kominn í skjól. Þriðji bíllinn komst til hópsins um miðnættið og um svipað leiti komu björgunaraðilar.Aðdragandi þátttöku björgunaraðila er að kl. 19:32 var Neyðarlínan látinn vita um að þarna væri björgunarverkefni í uppsiglingu. Kl. 19:59 var Neyðarlínan svo beðin um aðstoð en hálftíma síðar var hópurinn kominn um borð í tvo bíla frá Mountaineers og því ekki um bráða hættu að ræða. Ekki var hægt að ferja hópinn á einungis tveimur bílum og því tók við biðtími eftir björgunaraðilum og bíl Mountaineers.Milli kl. 16:15 og 20:28 er hópurinn í skjóli við vélsleðana. Allan tímann er hann í umsjón starfsmanna Mountenaineers og í stöðugu sambandi við höfuðstöðvar. Klukkan 20:28 er hópurinn kominn í skjól í bílana. Á þeim tímapunkti var ekkert annað að gera nema bíða eftir aðstoð sem vitað var að væri á leiðinni.Starfsfólk Mountaineers of Iceland harmar þennan atburð og biður alla viðkomandi velvirðingar. Við þökkum jafnfram öllum viðbragðsaðilum veitta aðstoð og stuðning. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. 8. janúar 2020 19:45 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland harmar það sem gerðist við Langjökul í gær er 39 ferðamenn auk tíu leiðsögumanna fyrirtækisins urðu veðurtepptir vegna ófærðar og óveðurs. Hundruð björgunarsveitarmanna þurftu að koma fólkinu til aðstoðar og þakka starfsmenn Mountaineers öllum viðbragðsaðilum veitta aðstoð og stuðning. Þá biður starfsfólkið alla viðkomandi velvirðingar á því sem þarna gerðist. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér nú í kvöld. Þar er atburðarás gærdagsins rakin nokkuð ítarlega og kemur meðal annars fram að um klukkan hálfníu í gærkvöldi hafi allir ferðamennirnir verið komnir í skjól í bílum fyrirtækisins. Þá gerðu seinkanir í vélsleðaferðinni það að verkum að ferðin færðist inn í afar slæmt veður sem Veðurstofa Íslands hafði áður varað við með gulum viðvörunum. Yfirlýsingu fyrirtækisins má sjá í heild hér fyrir neðan:Mountaineers of Iceland harma atvik í Skálpanesi í gærÍ gær var öllum sleðaferðum Mountaineers aflýst nema einni ferð með sleðahóp 39 viðskiptavina sem var áætlaður í vélsleðaferð og skoðun í Íshellinn í hádeginu 7. janúar. Hópurinn kom í bækistöð Mountaineers Geldingafell kl. 12:00. Vitað var að von væri á slæmu veðri þegar liði á daginn, eða um kl. 15:00. Mountaineers eru með eigin veðurstöð og samkvæmt athugun á veðri hjá veðurstofum og eigin veðurstöð fyrir ferðina var tímaramminn í lagi m.t.t. veðurs og ferðaáætlunar og glugginn því nýttur.Klukkan 12:30 átti ferðin að hefjast en brottför tafðist um 20 mínútur og þannig hófst atburðarás seinkana sem færði ferðina inn í slæma veðrið. Skoðunin Íshellisins tók lengri tíma en áætlað var og lögðu vélsleðarnir af stað kl. 14:16 en hefðu átt að vera farnir frá Íshellinum ekki seinna en kl. 13:30. Á þessum tíma var farið að bæta í vind við Skálpanes. Leiðin frá Íshellinum gekk mjög hægt í erfiðum snjó og ferð sem venjulega tekur um 20 mínútur tók klukkutíma. Þegar þarna er komið við sögu er klukkan orðin 15:16 og ljóst að áætlun hefur raskast.Klukkan 15:20 er ljóst að ferðin mun ganga hægar að Geldingafelli. Tuttugu og fimm mínútur líða þangað til að staðan er aftur tekin en þá höfðu leiðsögumenn aðeins komist um 150 metra til viðbótar með hópinn. Allir vélsleðarnir eru með ferilvöktunarbúnað og Tetra talstöðvar eru hluti af öryggisbúnaði. Stjórnstöð Mountaineers var vel upplýst um staðsetningu og aðstæður hópsins allan tímann.Kl. 20:28 var hópurinn komnir í skjól í bílum Klukkan 15:50 leggur viðbúnaðarteymi Mountaineers af stað frá Flúðum upp í Geldingafell samkvæmt viðbragðsáætlun B. Klukkan 16:15 ákveður aðalleiðsögumaður hópsins að halda ekki ferð áfram og býr til skjól með sleðunum. Starfsmenn í Geldingafelli reyndi að nálgast hópinn á bílum en þurftu frá að hverfa vegna þungfærðar þrátt fyrir að skyggni væri ágætt. Ákveðið var að sækja snjótroðarann í Skálpanes samkvæmt viðbragðsáætlun A. Eftir nokkur hundruð metra akstur bilar snjótroðarinn. Sem fyrr segir var viðbragðsáætlun B orðin virk sem eru fjórir bílar og jarðýta til að ryðja leiðina. Það verða hinsvegar áföll í þessari áætlun líka því aðeins tekst að koma tveimur bílum til hópsins kl. 20:28 og var hann þar með kominn í skjól. Þriðji bíllinn komst til hópsins um miðnættið og um svipað leiti komu björgunaraðilar.Aðdragandi þátttöku björgunaraðila er að kl. 19:32 var Neyðarlínan látinn vita um að þarna væri björgunarverkefni í uppsiglingu. Kl. 19:59 var Neyðarlínan svo beðin um aðstoð en hálftíma síðar var hópurinn kominn um borð í tvo bíla frá Mountaineers og því ekki um bráða hættu að ræða. Ekki var hægt að ferja hópinn á einungis tveimur bílum og því tók við biðtími eftir björgunaraðilum og bíl Mountaineers.Milli kl. 16:15 og 20:28 er hópurinn í skjóli við vélsleðana. Allan tímann er hann í umsjón starfsmanna Mountenaineers og í stöðugu sambandi við höfuðstöðvar. Klukkan 20:28 er hópurinn kominn í skjól í bílana. Á þeim tímapunkti var ekkert annað að gera nema bíða eftir aðstoð sem vitað var að væri á leiðinni.Starfsfólk Mountaineers of Iceland harmar þennan atburð og biður alla viðkomandi velvirðingar. Við þökkum jafnfram öllum viðbragðsaðilum veitta aðstoð og stuðning.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. 8. janúar 2020 19:45 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. 8. janúar 2020 19:45
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08