Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:22 Arctic Fish lítur það alvarlegum augum að laxar hafi sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Dýrafirði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Matvælastofnun staðfesti í gær að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í Dölum hafi verið eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. Alls voru greindir ellefu laxar og staðfest að aðeins þrír þeirra komu úr eldi, en hinir átta reyndust af villtum uppfuna. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan bendi til þess að um sé að ræða „mjög lítið“ strok. Fyrirtækið líti strok þó alltaf alvarlegum augum. Það sé jákvætt að búið sé að finna gat sem reyndist vera á kví fyrirtækisins og þar með koma í veg fyrir frekara strok. Vilja lágmarka áhættu Fram kom í tilkynningu frá MAST um miðjan ágúst að gat hafi fundist á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði, og að vísbendingar væru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til stofnunarinnar. Sjá einnig: Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Daníel segir að fyrirtækið muni fara vel yfir sín mál í þessum efnum. Neðansjávareftirliti sé sinnt á þrjátíu daga fresti, en myndefni gefi til kynna að gatið hafi verið til staðar að minnsta kosti frá því í byrjun júní. Daníel segir að gatið hafi verið við botn kvíarinnar, á um 25 metra dýpi þar sem minna sé af fiski. Búið er að slátra upp úr umræddri kví, og talning upp úr kvínni bendi til þess að um afar lítið frávik sé að ræða, sem bendi einnig til þess að fáir fiskar hafi sloppið. Fyrirtækið vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu frá Arctic Fish að slátrun hafi lokið úr kvínni þann 5. júlí síðastliðinn. „Sýndu niðurstöður frávik sem voru vel innan eðlilegra marka og því ólíklegt að mikill fjöldi laxa hafa strokið. Arctic Fish lítur málið mjög alvarlegum augum. Við erum staðráðin í að vinna náið með yfirvöldum að því að meta stöðuna og innleiða frekari aðgerðir til að lágmarka framtíðaráhættu og möguleg áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé tímabært að tala um neyðarástand Fram kemur í tilkynningu MAST í gær að Hafrannsóknarstofnun séu að berast laxar sem sendir verða til erfðagreiningar. Stofnunin muni veita frekari upplýsingar þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi erfðagreiningu laxa og uppruna þeirra. Þá hefur Fiskistofa beint erindi til Landssambands veiðifélaga, allra veiðifélaga á landinu og veiðiréttareigenda af því tilefni að eldislaxar hafa veiðst í veiðivötnum á Íslandi. Í erindinu eru gefnar út leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að aðgerðum sem geti komið að gagni til að leita að og fjarlægja eldislaxa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu í gær. Fiskistofa hefur beint því til veiðifélaga að gera stofnuninni viðvart ef eldislaxar veiðast á vatnasvæði hlutaðeigandi félags og senda laxa tafarlaust til rannsóknar hjá Hafró ef grunur leikur á að um eldislaxa sé að ræða. „Fiskistofa bendir á að mótvægisaðgerðir vegna eldislaxa geta haft neikvæð áhrif á villta stofna laxfiska. Því verður að meta í hverju tilviki kosti og galla aðgerða og byggja aðgerðir á bestu upplýsingum. Ennfremur bendir Fiskistofa á að hrygningatími villtra laxa er í október og fram í nóvember. Því er enn nokkur tími til stefnu til að hreinsa eldislaxa úr veiðivötnum áður en til hrygningar kemur og mögulegt að fleiri eldislaxar eigi eftir að ganga í veiðivötn,“ segir meðal annars í bréfi Fiskistofu. Undir það ritar Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs hjá Fiskistofu. Í samtali við fréttastofu seir Guðni að það sé „ekki neyðarástand sem liggur fyrir núna,“ og hann voni að það ástand sem upp hafi komið í vikunni sé að fjara út. Ekki hafi borist ný tíðindi í dag um fleiri tilfelli þar sem grunur er um eldisfiska í veiðivötnum umfram það sem þegar hefur verið tilkynnt um. Að öðru leyti vísar hann til upplýsinga frá stofnuninni sem reifaðar eru í fyrrnefndu erindi um aðgerðir stofnunarinnar. Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Matvælastofnun Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Matvælastofnun staðfesti í gær að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í Dölum hafi verið eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. Alls voru greindir ellefu laxar og staðfest að aðeins þrír þeirra komu úr eldi, en hinir átta reyndust af villtum uppfuna. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan bendi til þess að um sé að ræða „mjög lítið“ strok. Fyrirtækið líti strok þó alltaf alvarlegum augum. Það sé jákvætt að búið sé að finna gat sem reyndist vera á kví fyrirtækisins og þar með koma í veg fyrir frekara strok. Vilja lágmarka áhættu Fram kom í tilkynningu frá MAST um miðjan ágúst að gat hafi fundist á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði, og að vísbendingar væru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til stofnunarinnar. Sjá einnig: Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Daníel segir að fyrirtækið muni fara vel yfir sín mál í þessum efnum. Neðansjávareftirliti sé sinnt á þrjátíu daga fresti, en myndefni gefi til kynna að gatið hafi verið til staðar að minnsta kosti frá því í byrjun júní. Daníel segir að gatið hafi verið við botn kvíarinnar, á um 25 metra dýpi þar sem minna sé af fiski. Búið er að slátra upp úr umræddri kví, og talning upp úr kvínni bendi til þess að um afar lítið frávik sé að ræða, sem bendi einnig til þess að fáir fiskar hafi sloppið. Fyrirtækið vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu frá Arctic Fish að slátrun hafi lokið úr kvínni þann 5. júlí síðastliðinn. „Sýndu niðurstöður frávik sem voru vel innan eðlilegra marka og því ólíklegt að mikill fjöldi laxa hafa strokið. Arctic Fish lítur málið mjög alvarlegum augum. Við erum staðráðin í að vinna náið með yfirvöldum að því að meta stöðuna og innleiða frekari aðgerðir til að lágmarka framtíðaráhættu og möguleg áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé tímabært að tala um neyðarástand Fram kemur í tilkynningu MAST í gær að Hafrannsóknarstofnun séu að berast laxar sem sendir verða til erfðagreiningar. Stofnunin muni veita frekari upplýsingar þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi erfðagreiningu laxa og uppruna þeirra. Þá hefur Fiskistofa beint erindi til Landssambands veiðifélaga, allra veiðifélaga á landinu og veiðiréttareigenda af því tilefni að eldislaxar hafa veiðst í veiðivötnum á Íslandi. Í erindinu eru gefnar út leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að aðgerðum sem geti komið að gagni til að leita að og fjarlægja eldislaxa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu í gær. Fiskistofa hefur beint því til veiðifélaga að gera stofnuninni viðvart ef eldislaxar veiðast á vatnasvæði hlutaðeigandi félags og senda laxa tafarlaust til rannsóknar hjá Hafró ef grunur leikur á að um eldislaxa sé að ræða. „Fiskistofa bendir á að mótvægisaðgerðir vegna eldislaxa geta haft neikvæð áhrif á villta stofna laxfiska. Því verður að meta í hverju tilviki kosti og galla aðgerða og byggja aðgerðir á bestu upplýsingum. Ennfremur bendir Fiskistofa á að hrygningatími villtra laxa er í október og fram í nóvember. Því er enn nokkur tími til stefnu til að hreinsa eldislaxa úr veiðivötnum áður en til hrygningar kemur og mögulegt að fleiri eldislaxar eigi eftir að ganga í veiðivötn,“ segir meðal annars í bréfi Fiskistofu. Undir það ritar Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs hjá Fiskistofu. Í samtali við fréttastofu seir Guðni að það sé „ekki neyðarástand sem liggur fyrir núna,“ og hann voni að það ástand sem upp hafi komið í vikunni sé að fjara út. Ekki hafi borist ný tíðindi í dag um fleiri tilfelli þar sem grunur er um eldisfiska í veiðivötnum umfram það sem þegar hefur verið tilkynnt um. Að öðru leyti vísar hann til upplýsinga frá stofnuninni sem reifaðar eru í fyrrnefndu erindi um aðgerðir stofnunarinnar.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Matvælastofnun Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira