Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 20:27 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir ríkisstjórnina glíma við áskoranir á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira