Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir sækja mark­vörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Orri og Rúnar handsala samninginn.
Guðjón Orri og Rúnar handsala samninginn. mynd/kr

Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara KR.Samningur Guðjóns við félagið gildir til næstu tveggja ára en hann mun vera varamarkvörður fyrir Beiti Ólafsson sem var frábær í sumar.

Sindri Snær Jensson setti skóna upp í hillu eftir síðustu leiktíð og því þurftu Rúnar Kristinsson og hans menn að sækja sér nýjan markvörð.Þeir hafa nú samið við Guðjón sem var síðast á mála hjá Stjörnunni en er uppalinn Eyjamaður. Einnig hefur hann leikið á Selfossi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.