Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir sækja mark­vörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Orri og Rúnar handsala samninginn.
Guðjón Orri og Rúnar handsala samninginn. mynd/kr

Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara KR.

Samningur Guðjóns við félagið gildir til næstu tveggja ára en hann mun vera varamarkvörður fyrir Beiti Ólafsson sem var frábær í sumar.
Sindri Snær Jensson setti skóna upp í hillu eftir síðustu leiktíð og því þurftu Rúnar Kristinsson og hans menn að sækja sér nýjan markvörð.

Þeir hafa nú samið við Guðjón sem var síðast á mála hjá Stjörnunni en er uppalinn Eyjamaður. Einnig hefur hann leikið á Selfossi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.