Sport

Pepsi Max-deild karla hefst á ný og stórleikur í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar KR fá FH í heimsókn á Meistaravelli í kvöld.
Íslandsmeistarar KR fá FH í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. vísir/bára

Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst á ný í kvöld. Tveir leikir fara þá fram og verða þeir báðir sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2. Barcelona og Bayern München eigast við í þriðja leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu og sýnt verður frá þremur golfmótum.

Íslandsmeistarar KR taka á móti FH klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klukkan 19:15 er svo komið að leik Stjörnunnar og nýliða Gróttu á Stöð 2 Sport 3.

Stórliðin Barcelona og Bayern München eigast við á Ljósvangi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 2. Bæði lið hafa unnið Meistaradeildina fimm sinnum. 

Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita vel upp fyrir leikinn og að honum loknum gera þeir hann svo upp í Meistaradeildarmörkunum.

Golfáhugafólk ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en sýnt verður beint frá þremur golfmótum í dag: Celtic Classic (Evrópumótaröðin), Ladies Scottish Open (LET-mótaröðin) og Wyndham Championship (PGA-mótaröðin).

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.