Sport

Segir að hann myndi klára Conor á innan við tveimur lotum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chandler segir að hann myndi afgreiða Conor auðveldlega.
Chandler segir að hann myndi afgreiða Conor auðveldlega. vísir/getty

Michael Chandler, MMA-bardagakappi, hefur sent Conor McGregor og fleiri bardagaköppum í veltivigt UFC viðvörun.

Chandler vann frábæran sigur á Benson Henderson á Bellator 243 en þetta var einungis annað tap Benson á ferlinum.

Chandler er án samnings við Bellator svo það gæti farið sem svo að hann berjist í UFC innan skamms.

„Við erum að fara taka ákvörðun sem er best möguleg hvað varðar fjárhagslegu hliðina,“ sagði Chandler.

„Framtíðin er björt, síminn er opin. Þetta verða mjög spennandi vikur framundan.“

Hann er ekki í vafa um að ef Conor McGregor snýr aftur - þá muni hann afgreiða hann og það auðveldlega.

„Ég myndi klára Conor á innan við tveimur lotum. Ég myndi gera svipað og Nate Diaz gerði. Slá hann fast og taka öll hans högg.“

„Hann er með fasta vinstri hendi og hún er öflug. Forðastu hana, komdu honum niður, láttu hann sjá Jesús og taktu hann út,“ sagði grjótharður Chandler.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.