Íslenski boltinn

FH gæti mætt Totten­ham í for­keppni Evrópu­deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
FH fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/bára

Fari svo að FH komist í gegnum fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gæti félagið mætt enska stórliðinu Tottenham í 2. umferðinni.

Dale Johnson, sem er ritstjóri hjá ESPN, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld hvaða mótherjum Tottenham gæti mætt.

FH ku vera eitt þeirra en til þess þarf FH að komast í gegnum fyrstu umferðina.

Fyrsta umferðin fer fram síðar í mánuðinum og það eru væntanlega margir sem munu bíða í ofvæni eftir drættinum í fyrstu tvær umferðirnar.

FH-liðið er með mikla reynslu í Evrópukeppni en þó er breyting á Evrópukeppninni þetta árið.

Einungis einn leikur fer fram í fyrstu umferðum undankeppninnar í stað tveggja og því fá liðin annað hvort heimaleik eða útileik. Það gæti, eðlilega, skipt sköpum.

Jose Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen myndu því hittast á nýjan leik en Jose þjálfaði Eið hjá Chelsea eins og kunnugt er, með frábærum árangri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.