Sport

Laurent bar sigur úr býtum á fyrsta móti nýrrar mótaraðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Laurent Jegu (t.v.) og Eliot Robertet (t.h.) mættust í úrslitum.
Laurent Jegu (t.v.) og Eliot Robertet (t.h.) mættust í úrslitum. Vísir/Tennissamband Íslands

Laurent Jegu, úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, bar sigur úr býtum á fyrsta tennismóti nýrrar mótaraðar sem ber heitið TSÍ-mótaröðin.

Raunar heitir ber mótaröðin heitið TSÍ - ITF, ITN en til styttingar höldum við okkur við TSÍ-mótaröðin. TSÍ er tennissamband Íslands á meðan ITF er Alþjóða tennissambandið. Þá er ITN skammstöfun fyrir alþjóðlegt tennis númer eða „international tennis number.“

Eru keppendur skráðir á mótið samkvæmt því alþjóðlega tennis númeri sem þeir hafa. Alls verða tíu mót í mótaröðinni, þar af fimm nú í sumar. 

Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir keppendur mæti mótherja í svipuðum styrkleikaflokki og mótið verður þar með erfiðara með hverri umferð. 

Í úrslitaleiknum mættust  Laurent Jegu við Eliot B. Robertet, úr Tennisfélagi Kópavogs. Vann Laurent nokkuð öruggan sigur í tveimur settum, 6-0 og 7-5. 

Fyrsta settið var frekar einhliða, svo byrjaði Eliot talsvert betur í seinni settinu og leiddi um tíma 4-1. Laurent náði að vinna sig inn í leikinn og vann á endanum 7-5 og þar með leikinn 2-0 í settum. Í þriðja sæti var Oscar Mauricio Uscategui úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur.

Til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda hefur næstu mót á mótaröðinni vera frestað til mánudaginn, 17.ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.