Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2020 22:10 Anna Magdalena Buda er rekstrarstjóri Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri. Hér er hún við eldisstöðina á Teygingalæk í jaðri Brunahrauns, sem sést fyrir aftan. Stöð 2/Einar Árnason. Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55