Sport

Dagskráin í dag: Komast Blikar á sigurbraut? Lengjudeildin, PGA, umspil í enska og Juventus getur tryggt titilinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Breiðablik þarf nauðsynlega sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli í dag til að halda í við efstu lið.
Breiðablik þarf nauðsynlega sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli í dag til að halda í við efstu lið. vísir

Það er sannkölluð veisla á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum frá leikjum í bæði Pepsi Max deildinni og Lengjudeildinni, ítalska boltanum, enska boltanum og PGA-mótaröðinni í golfi.

Fram og Þór mætast í Safamýrinni í Lengjudeild karla kl. 16:00. Bein útsending hefst kl. 15:55 á Stöð 2 Sport.

Tvö lið sem hafa verið í basli síðustu daga, Breiðablik og ÍA, mætast í Pepsi Max deild karla í Kópavogi og hefst bein útsending frá þeim leik á slaginu 19:00 á Stöð 2 Sport. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð og Skagamenn tveimur, það er því mikið undir í kvöld.

Swansea og Brentford mætast í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Swansea tryggði sér síðasta umspilssætið á ótrúlegan hátt í lokaumferð deildarinnar á meðan Brentford rétt missti af því að fara beint upp í deild þeirra bestu. Leikurinn verður í beinni á Sport 2 frá kl. 17:20.

Tveir leikir úr ítölsku Serie-A deildinni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Bologna og Lecce mætast kl. 15:05 en Andri Fannar Baldursson spilar með liði Bologna. Juventus getur síðan tryggt sér níunda meistaratitil sinn í röð með sigri á Sampdoria í kvöld, en bein útsending frá þeim leik hefst kl. 19:35.

Það verður síðan sýnt frá lokahring 3M Open mótsins í golfi frá kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.

Allar beinar útsendingar má nálgast með því að smella hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×