Sport

Dagskráin í dag: Komast Blikar á sigurbraut? Lengjudeildin, PGA, umspil í enska og Juventus getur tryggt titilinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Breiðablik þarf nauðsynlega sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli í dag til að halda í við efstu lið.
Breiðablik þarf nauðsynlega sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli í dag til að halda í við efstu lið. vísir

Það er sannkölluð veisla á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum frá leikjum í bæði Pepsi Max deildinni og Lengjudeildinni, ítalska boltanum, enska boltanum og PGA-mótaröðinni í golfi.

Fram og Þór mætast í Safamýrinni í Lengjudeild karla kl. 16:00. Bein útsending hefst kl. 15:55 á Stöð 2 Sport.

Tvö lið sem hafa verið í basli síðustu daga, Breiðablik og ÍA, mætast í Pepsi Max deild karla í Kópavogi og hefst bein útsending frá þeim leik á slaginu 19:00 á Stöð 2 Sport. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð og Skagamenn tveimur, það er því mikið undir í kvöld.

Swansea og Brentford mætast í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Swansea tryggði sér síðasta umspilssætið á ótrúlegan hátt í lokaumferð deildarinnar á meðan Brentford rétt missti af því að fara beint upp í deild þeirra bestu. Leikurinn verður í beinni á Sport 2 frá kl. 17:20.

Tveir leikir úr ítölsku Serie-A deildinni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Bologna og Lecce mætast kl. 15:05 en Andri Fannar Baldursson spilar með liði Bologna. Juventus getur síðan tryggt sér níunda meistaratitil sinn í röð með sigri á Sampdoria í kvöld, en bein útsending frá þeim leik hefst kl. 19:35.

Það verður síðan sýnt frá lokahring 3M Open mótsins í golfi frá kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.

Allar beinar útsendingar má nálgast með því að smella hér. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.