Kallar eftir meiri baráttuvilja hjá Gylfa og leikmönnum Everton og skaut föstum skotum að Pickford Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2020 13:00 Carlo Ancelotti í leiknum gegn Wolves um helgina. vísir/getty Carlo Ancelotti, stjóri Everton, kallar eftir því að leikmenn Everton sýni meiri baráttuvilja er liðið mætir Aston Villa á heimavelli í kvöld. Everton lék hörmulega um helgina er liðið tapaði 3-0 fyrir Wolves á útivelli en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig á meðan Aston Villa er að berjast fyrir falli. „Við búumst við viðbrögðum eftir slaka leikinn gegn Wolves; öðruvísi hugarfar, öðruvísi viðhorf og öðruvísi karakter. Ég hef lært það á tíma mínum hjá Everton að allir vilja sjá leikmennina berjast - það er mikilvægasti hluturinn,“ sagði Ancelotti. „Þeir þurfa að berjast og svo reyna spila vel og vinna leiki. Þegar það er enginn barátta þá er það ekki DNA félagsins. Þegar leikmennirnir fara á völlinn þarf þeim að líða vel, þeir þurfa að vita hvað þeir eiga að gera og eftir það er andinn mjög mikilvægur.“ „Svo við þurfum að halda baráttuandanum uppi svo leikmennirnir verði ekki hræddir inni á vellinum og hafi áhyggjur. Það er lykillinn í því að við séum samkeppnishæfir.“ Carlo Ancelotti calls for more 'fighting spirit' from his Everton players ahead of their clash with Aston Villa https://t.co/pmiUIUOusn— MailOnline Sport (@MailSport) July 15, 2020 Það er ekki bara baráttuandinn sem þarf að batna í kvöld að mati Ancelotti heldur þarf Jordan Pickford að fara verja markið sitt betur að mati Ítalans. „Ég veit ekki hvort að hann þurfi samkeppni. Ég veit að hann er ekki að standa sig. Ég talaði við hann. Hann er ekki að standa sig vel. Hann þarf að einbeittari á frammistöðu sína og reyna verða betri á hverjum degi.“ „Ég er ekki áhyggjufullur því hann hefur hæfileikana. Hann er með karakter en ég verð að segja við hann og hef sagt við hann, að hann verður að bæta sig. Ég veit ekki hvort að hann finni fyrir pressunni en það er hluti at starfinu. Þú átt að finna fyrir pressu en hún á að vera olía svo að þú sinnir þinni vinnu.“ 'He's not doing well... he HAS to be better'Carlo Ancelotti reveals he has demanded more from erratic Jordan Pickford | @DominicKing_DM https://t.co/TSeQ8o9t7K— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020 Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, kallar eftir því að leikmenn Everton sýni meiri baráttuvilja er liðið mætir Aston Villa á heimavelli í kvöld. Everton lék hörmulega um helgina er liðið tapaði 3-0 fyrir Wolves á útivelli en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig á meðan Aston Villa er að berjast fyrir falli. „Við búumst við viðbrögðum eftir slaka leikinn gegn Wolves; öðruvísi hugarfar, öðruvísi viðhorf og öðruvísi karakter. Ég hef lært það á tíma mínum hjá Everton að allir vilja sjá leikmennina berjast - það er mikilvægasti hluturinn,“ sagði Ancelotti. „Þeir þurfa að berjast og svo reyna spila vel og vinna leiki. Þegar það er enginn barátta þá er það ekki DNA félagsins. Þegar leikmennirnir fara á völlinn þarf þeim að líða vel, þeir þurfa að vita hvað þeir eiga að gera og eftir það er andinn mjög mikilvægur.“ „Svo við þurfum að halda baráttuandanum uppi svo leikmennirnir verði ekki hræddir inni á vellinum og hafi áhyggjur. Það er lykillinn í því að við séum samkeppnishæfir.“ Carlo Ancelotti calls for more 'fighting spirit' from his Everton players ahead of their clash with Aston Villa https://t.co/pmiUIUOusn— MailOnline Sport (@MailSport) July 15, 2020 Það er ekki bara baráttuandinn sem þarf að batna í kvöld að mati Ancelotti heldur þarf Jordan Pickford að fara verja markið sitt betur að mati Ítalans. „Ég veit ekki hvort að hann þurfi samkeppni. Ég veit að hann er ekki að standa sig. Ég talaði við hann. Hann er ekki að standa sig vel. Hann þarf að einbeittari á frammistöðu sína og reyna verða betri á hverjum degi.“ „Ég er ekki áhyggjufullur því hann hefur hæfileikana. Hann er með karakter en ég verð að segja við hann og hef sagt við hann, að hann verður að bæta sig. Ég veit ekki hvort að hann finni fyrir pressunni en það er hluti at starfinu. Þú átt að finna fyrir pressu en hún á að vera olía svo að þú sinnir þinni vinnu.“ 'He's not doing well... he HAS to be better'Carlo Ancelotti reveals he has demanded more from erratic Jordan Pickford | @DominicKing_DM https://t.co/TSeQ8o9t7K— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020
Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira