Alderweireld tryggði Tottenham sigur í Lundúnaslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna sigurmarki Alderweireld í dag.
Leikmenn Tottenham fagna sigurmarki Alderweireld í dag. Julian Finney/Getty Images

Tottenham Hotspur hafði betur gegn Arsenal í baráttunni um Norður-Lundúnir í dag. Lokatölur 2-1 þökk sé sigurmarki Toby Alderweireld þegar lítið var eftir af leiknum. Að venju voru fleiri spjöld en mörk þegar þessi lið mætast en alls fóru átta gul spjöld á loft í dag.

Alexandre Lacazette kom gestunum í Arsenal yfir á 16. mínútu leiksins með þrumuskoti en forystan entist aðeins í þrjár mínútur. Þá jafnaði Heung-Min Son metin fyrir Tottenham og fleiri yrðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. 

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka fengu heimamenn hornspyrnu. Son tók hana og sendi fyrir markið þar sem Alderweireld stangaði knöttinn í netið og staðan orðin 2-1. Var þetta fyrst mark Belgans á heimavelli síðan árið 2016.

Arsenal tókst ekki að jafna metin og lærisveinar José Mourinho fögnuðu góðum sigri, lokatölur 2-1. Tottenham kemst þar með upp fyrir Arsenal í töflunni en liðið er nú með 52 stig í 8. sæti á meðan Arsenal er sæti neðar með 50 stig.

Sigurinn lyftir Tottenham yfir Arsenal í töflunni en liðin sitja í 8. og 9. sæti deildarinnar með 52 og 50 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira