Sport

Eddie Hall heldur áfram að gera grín að Hafþóri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall er sigurviss ef marka má myndbönd hans þessa daganna.
Eddie Hall er sigurviss ef marka má myndbönd hans þessa daganna. mynd/youtoube

Það andar köldu lofti á kraftlyftingarmannanna Eddie Hall og Hafþórs Júlíus Björnssonar en þeir hafa samþykkt mætast í boxhringnum í Las Vegas á næsta ári.

Þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan að undanförnu og kærleikurinn er ekki mikill á milli þeirra en Hafþór hirti m.a. heimsmetið í réttstöðulyftu af Eddie Hall fyrr á árinu.

Báðir fengu þeir tug milljónasamning um að koma inn í hriginn í Las Vegas á næsta ári og tóku þeir því en ljóst er að rimman verður afar áhugaverð.

Þeir eru báðir duglegir að setja myndbönd á YouTube-síður sínar og Eddie Hall byrjar flest sín myndbönd þessar vikurnar á lítilli teiknimynd þar sem hann gerir grín að Hafþóri.

Þar segir Englendingurinn frá því að hann geti léttilega bætt heimsmet Hafþórs á nýjan leik og virðist vera ansi sigurviss fyrir boxbardagann í Vegas á næsta ári.

Hann kallar einnig Fjallið m.a. „Home Gym Hero“ en með því vísar hann í það að heimsmetið sem Hafþór bætti fyrr á árinu gerði hann í sinni eigin líkamsrækt í Kópavogi.

Í nýjasta myndbandinu sem Eddie Hall birtir er hann að leika sér í vatnsrennibrautagarði ásamt félögum sínum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.