Enski boltinn

Campbell og Hermann hættir hjá Southend

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 2008 þar sem Portsmouth vann 1-0 sigur á Cardiff City.
Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 2008 þar sem Portsmouth vann 1-0 sigur á Cardiff City. getty/Tony Marshall

Sol Campbell er hættur sem knattspyrnustjóri Southend United. Sömu sögu er að segja af aðstoðarmanni hans, Hermanni Hreiðarssyni.

Campbell tók við Southend í október í fyrra. Liðið var í 22. og næstneðsta sæti ensku C-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Tímabilið var svo formlega blásið af í byrjun júní. Ákveðið var að stig að meðaltali myndu ráða lokastöðu tímabilsins. Southend féll því og leikur í D-deildinni á næsta tímabili.

Campbell stýrði Southend í 23 leikjum. Liðið vann fjóra leiki, gerði fimm jafntefli og tapaði átján leikjum.

Campbell og Hermann léku saman í vörn Portsmouth á árunum 2007-09. Þeir urðu bikarmeistarar með liðinu 2008.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.