„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Jón Björn Hákonarson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira