Vill minnisvarða um fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2020 07:54 Vilhjálmur Bjarnason vill sjá minnisvarðann sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem Hans Jónatan starfaði. Alþingi/Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“ Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“
Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira