Bíó og sjónvarp

Stikla úr áströlsku útgáfu Hrúta frumsýnd

Sylvía Hall skrifar
Myndin lofar góðu.
Myndin lofar góðu. YouTUbe

Stórleikarinn Sam Neill gefur Sigurði Sigurjónssyni ekkert eftir í aðalhlutveki áströlsku endugerðar myndarinnar Hrúta. Stikla úr myndinni var birt á YouTube í gær.

Myndin ber heitið Rams og er endurgerð Hrúta, kvikmyndar Gríms Hákonarsonar frá árinu 2015.

Hrútar fór sigurför um heiminn og hlaut meðal annars Un Certain Regard verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015. Myndin var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2016, en hlaut þó ekki tilnefningu.

Nýsjálenski stórleikarinn Sam Neill, sem lék meðal annars í Jurassic Park, mun ásamt Michael Caton fara með aðalhlutverk í áströlsku endurgerðinni. Leikstjóri er Jeremy Sims.

Þó Rams sé byggð á íslensku myndinni Hrútar segir í tilkynningunni að hér sé ekki um að ræða hreina endurgerð heldur sé um að ræða ferska nálgun á söguna og mun útgáfan gefa sögunni sterkan ástralskan blæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.