Bíó og sjónvarp

Stikla úr áströlsku útgáfu Hrúta frumsýnd

Sylvía Hall skrifar
Myndin lofar góðu.
Myndin lofar góðu. YouTUbe

Stórleikarinn Sam Neill gefur Sigurði Sigurjónssyni ekkert eftir í aðalhlutveki áströlsku endugerðar myndarinnar Hrúta. Stikla úr myndinni var birt á YouTube í gær.

Myndin ber heitið Rams og er endurgerð Hrúta, kvikmyndar Gríms Hákonarsonar frá árinu 2015.

Hrútar fór sigurför um heiminn og hlaut meðal annars Un Certain Regard verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015. Myndin var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2016, en hlaut þó ekki tilnefningu.

Nýsjálenski stórleikarinn Sam Neill, sem lék meðal annars í Jurassic Park, mun ásamt Michael Caton fara með aðalhlutverk í áströlsku endurgerðinni. Leikstjóri er Jeremy Sims.

Þó Rams sé byggð á íslensku myndinni Hrútar segir í tilkynningunni að hér sé ekki um að ræða hreina endurgerð heldur sé um að ræða ferska nálgun á söguna og mun útgáfan gefa sögunni sterkan ástralskan blæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×