Sport

Skellti Fury og fær titil­bar­daga gegn Khabib í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Justin Gaethje fagnar sigrinum á Tony Ferguson.
Justin Gaethje fagnar sigrinum á Tony Ferguson. vísir/getty

Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje munu berjast á UFC 253 þann 19. sepetember en þetta herma heimildir fjölmiðla í dag.

Gaethje gerði sér lítið fyrir og hafði betur gegn Tony Ferguson á UFC 249 í síðasta mánuði og nú bíður hans Khabib.

Conor McGregor hafði áhuga á því að berjast við Justin en ekkert varð úr því. Því ákváð Írinn að hætta eins og frægt er orðið en hann er því hættur í þriðja skiptið á fjórum árum.

Ekki er vitað hvar þeir munu berjast í september en kórónuveiran spilar þar inn í. Ekki kom á óvart að þeir berjist ekki fyrr en í september þar sem músliminn Khabib hefur ný lokið við Ramadan og kórónuveiran hefur einnig haldið honum í Rússlandi.

Einnig hefur faðir Khabib verið alvarlega veikur og er hann enn á sjúkrahúsi í Rússlandi.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.