Þór/KA ætlar í toppbaráttu – Fær bandarískan leikmann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:30 Þór/KA hefur verið í hópi betri liða landsins í mörg ár og ætlar sér að halda þeirri stöðu. vísir/bára „Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar. Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar.
Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00
Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00
Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38