Sport

Dagskráin í dag: Mayweather gegn Pacquiao og bestir í boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá baradaga kappanna þann 2. maí 2015 í Las Vegas.
Frá baradaga kappanna þann 2. maí 2015 í Las Vegas. vísir/getty

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Það má finna sitt lítið af hverju á Stöð 2 Sport í dag. Upptöku frá upphitunarþætti fyrir Pepsi Max deildina sem var sýndur í gær þar sem Gummi Ben og spekingarnir fóru yfir ÍA, KA og KR, útsendingu frá úrslitaleik enska deildarbikarsins árið 2016 á milli Liverpool og Man. City og útsendingu frá stórbardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao er á meðal þess sem er sýnt á Stöð 2 Sport í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Heimildarmyndir og þættir eru fyrirferðamiklir á Stöð 2 Sport 2 í dag. Meðal efnis sem má sjá er Bestir í boltanum: Brooklyn þar sem fylgst er með þeim Martin Hermannssyni og Elvari Má Friðrikssyni í háskólaboltanum og Hólmurinn heillaði, heimildarmynd um tvöfalda Íslandsmeistara kvennaliðs Snæfells í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Ef það eru einhverjir sem sakna íslenska körfuboltans geta þeir rifjað upp nokkrar perlur úr úrslitakeppnum síðustu ára á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fimmti leikur KR og Njarðvíkur í undanúrslitunum 2015, þriðji leikur Snæfells og Keflavíkur í úrslitunum 2015 og svo margt, margt fleira.

Stöð 2 eSport

Á rafíþróttastöðinni í dag má finna þrjá leiki hjá FH og XY.esport í League of Legends en leikirnir voru liðir í 5. umferð Vodafone-deildarinnar. Einnig má finna útsendingar frá GT kappakstrinum sem og Valorant-boðsmótið.

Stöð 2 Golf

Skemmtilegan golfþátt þar sem sjónvarpsmaðurinn David Feherty heimsækir Bubba Watson og tekur við hann einlægt viðtal má sjá á Stöð 2 Golf í dag. Einnig má finna útsendingar frá Solheim Cup og US Women frá árinu 2019 svo eitthvað sé nefnt.

Alla dagskrá dagsins má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.