Aukning á salmonellu í svínum og alifuglum á síðasta ári Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 14:58 Engin aukning varð á sýkingum í fólki. Vísir/Getty Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira