Reyndi að koma sér út en lenti undir framhjólinu og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 17:41 Frá vettvangi slyssins í lok júní í fyrra. RNSA Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild. Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild.
Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira