Sara rifjaði það upp þegar hún fékk að taka á Gunnari Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir tekur á Gunnari Nelson í myndbandinu. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit fólkið og MMA fólkið hefur náð athyglisverðum árangri á erlendri grundu síðustu ár. Þau hafa líka eytt tíma saman í æfingasalnum eins og sést í myndbandi sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína. Sara Sigmundsdóttir og kollegi hennar Björgvin Karl Guðmundsson mættu þá á æfingu hjá Mjölni árið 2018 þar sem Gunnar Nelson og Sunna Davíðsdóttir sýndu þeim nokkrar æfingar sem eru dæmigerðar og daglegt brauð fyrir MMA-fólk. „Ég gat ekki sett allt myndbandið inn á sínum tíma því þá var ekki búið að finna upp IGTV. Núna get ég það og hér er það,“ skrifaði Sara inn á Instagram. View this post on Instagram You talking to me A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on May 28, 2020 at 5:40pm PDT Það var búið að vinna myndbandið fyrir alla erlenda aðdáendur Söru því öll samtölin fóru fram á íslensku en undir mátti finna enskan texta. „Þið fáið líka auka bónus því þið heyrið okkur þarna tala saman á íslensku. Engar áhyggjur samt því það fylgir enskur texti með,“ skrifaði Sara við færsluna. „Við erum að fá CrossFittarana Söru Sigmunds og Björgvin Karl til okkar í Mjölni. Við ætlum að fara yfir nokkur MMA-brögð og einhverja lása. Við ætlum að leyfa þeim að kýla í púða og hver veit kannski tökum við einhverja glímu í lokin,“ sagði Gunnar Nelson í upphafi myndbandsins. Sara gerði líka upp upplifun sína í myndbandinu sjálfu þar sem hún fór yfir æfinguna við lok hennar. „Æfingin var frábær og gekk betur en ég bjóst við. Þetta var skemmtilegra en ég bjóst við. Þetta minnti mig á það þegar ég var að læra snörun í fyrsta skiptið og var smá samhæfing. Þetta var mjög gaman,“ sagði Sara um æfinguna í myndbandinu. „Sunna er frábær þjálfari og núna væri ég til að kenna henni snörun og jafnhendingu,“ sagði Sara og Sunna skaut inn í: „Frábær nemandi,“ sagði Sunna og Sara var ánægð með það. Eitt skemmtilegast myndbrotið var þegar Gunnar Nelson var að kenna Söru og Björgvini Karli að taka hengingarbragðið. „Besta leiðin til að útskýra þetta er að þetta sé eins og þú sért að knúsa einhvern með öllu afli, þvílíkt innilega. Þá gleymir þú ekkert að spenna neitt,“ sagði Gunnar Nelson. Bæði Björgvin Karl og Sara fengu síðan að taka á Gunnari Nelson. Það má sjá allt þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. View this post on Instagram ? Throwback to 2018 when me and @bk_gudmundsson were invited to @mjolnirmma to do a session with Iceland s finest pro mma fighters @gunninelson and @sunnatsunami??????? ??? I couldn t upload the whole video back then because IGTV had not yet been created - but now I can. So here it is???? ??? ??? An added bonus is that you get to hear us talk in our native Icelandic the whole time, but do not worry, there are English subtitles??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? by @snorribjorns?? ?? #mma #crossfit #mjolnirmma #gunnarnelson #sunnatsunami #bkg #ufc #invictafc #baklandmgmt #icelanders #vikings A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on May 31, 2020 at 10:24am PDT CrossFit MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Íslenska CrossFit fólkið og MMA fólkið hefur náð athyglisverðum árangri á erlendri grundu síðustu ár. Þau hafa líka eytt tíma saman í æfingasalnum eins og sést í myndbandi sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína. Sara Sigmundsdóttir og kollegi hennar Björgvin Karl Guðmundsson mættu þá á æfingu hjá Mjölni árið 2018 þar sem Gunnar Nelson og Sunna Davíðsdóttir sýndu þeim nokkrar æfingar sem eru dæmigerðar og daglegt brauð fyrir MMA-fólk. „Ég gat ekki sett allt myndbandið inn á sínum tíma því þá var ekki búið að finna upp IGTV. Núna get ég það og hér er það,“ skrifaði Sara inn á Instagram. View this post on Instagram You talking to me A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on May 28, 2020 at 5:40pm PDT Það var búið að vinna myndbandið fyrir alla erlenda aðdáendur Söru því öll samtölin fóru fram á íslensku en undir mátti finna enskan texta. „Þið fáið líka auka bónus því þið heyrið okkur þarna tala saman á íslensku. Engar áhyggjur samt því það fylgir enskur texti með,“ skrifaði Sara við færsluna. „Við erum að fá CrossFittarana Söru Sigmunds og Björgvin Karl til okkar í Mjölni. Við ætlum að fara yfir nokkur MMA-brögð og einhverja lása. Við ætlum að leyfa þeim að kýla í púða og hver veit kannski tökum við einhverja glímu í lokin,“ sagði Gunnar Nelson í upphafi myndbandsins. Sara gerði líka upp upplifun sína í myndbandinu sjálfu þar sem hún fór yfir æfinguna við lok hennar. „Æfingin var frábær og gekk betur en ég bjóst við. Þetta var skemmtilegra en ég bjóst við. Þetta minnti mig á það þegar ég var að læra snörun í fyrsta skiptið og var smá samhæfing. Þetta var mjög gaman,“ sagði Sara um æfinguna í myndbandinu. „Sunna er frábær þjálfari og núna væri ég til að kenna henni snörun og jafnhendingu,“ sagði Sara og Sunna skaut inn í: „Frábær nemandi,“ sagði Sunna og Sara var ánægð með það. Eitt skemmtilegast myndbrotið var þegar Gunnar Nelson var að kenna Söru og Björgvini Karli að taka hengingarbragðið. „Besta leiðin til að útskýra þetta er að þetta sé eins og þú sért að knúsa einhvern með öllu afli, þvílíkt innilega. Þá gleymir þú ekkert að spenna neitt,“ sagði Gunnar Nelson. Bæði Björgvin Karl og Sara fengu síðan að taka á Gunnari Nelson. Það má sjá allt þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. View this post on Instagram ? Throwback to 2018 when me and @bk_gudmundsson were invited to @mjolnirmma to do a session with Iceland s finest pro mma fighters @gunninelson and @sunnatsunami??????? ??? I couldn t upload the whole video back then because IGTV had not yet been created - but now I can. So here it is???? ??? ??? An added bonus is that you get to hear us talk in our native Icelandic the whole time, but do not worry, there are English subtitles??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? by @snorribjorns?? ?? #mma #crossfit #mjolnirmma #gunnarnelson #sunnatsunami #bkg #ufc #invictafc #baklandmgmt #icelanders #vikings A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on May 31, 2020 at 10:24am PDT
CrossFit MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira