Snjókoma í lok maí kom ekki á óvart þrátt fyrir blíðviðri undanfarna daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 20:31 Það snjóaði mikið að Hólum í Hjaltadal í morgun. Aðsend/Ágúst Kárason „Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“ Skagafjörður Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
„Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“
Skagafjörður Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira