Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 18:00 Arnar Pétursson var gestur í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira