Lífið samstarf

Glæsileg gisting í hjarta Akureyrar

Acco Luxury Apartments
Daníel Starrason

Veðursæld Akureyrar er margrómuð og nú bjóðast frábær tilboð á gistingu í hjarta bæjarins á Acco Luxury Apartments í sumar og haust.

„Það er vel þekkt að veðrið er „alltaf gott“ hér á Akureyri og við vonumst til þess að fólk flykkist norður til okkar í sumar. Það er bæði gaman og þægilegt að vera í miðbænum og héðan er stutt í allar áttir,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, eigandi Acco á Akureyri.

Veðurblíða einkennir Akureyrarbæ og íbúðirnar eru vel staðsettar í hjarta bæjarins. Daníel Starrason

Íbúðirnar eru mjög vel búnar, rúmgóðar og fallegar. Þær henta fjölskyldum og vinahópum vel. Fullbúið eldhús og þvottavél er í hverri íbúð. Þá er stutt í veitingastaði og afþreyingu.

„Hér við hliðina er Acco Guesthouse sem við rekum einnig og þar í sama húsi er Cafe Berlín. Það er frábær veitingastaður sem reiðir fram vel útilátinn morgunverð og hádegisverð. Oft er mikið líf hér í bænum og mögulegt að velja úr ýmisskonar afþreyingu svo sem siglingum, gönguferðum, hvalaskoðun og margt fleira er í boði,“ útskýrir Helga Björk.

Herbergin eru glæsileg og öll aðstaða til fyrirmyndar. Daníel Starrason

Í tilboðinu býðst vikudvöl og einnig langar helgar og því auðvelt að skipuleggja frábæra daga á Norðurlandi með fjölskyldunni. Nágrenni Akureyrar býður upp á marga áhugaverða staði, fjölbreytta afþreyingu og náttúruperlur sem gaman er að skoða.

Fullbúin eldhús og þvottavél eru í öllum íbúðunum svo vel fer um fjölskyldur og vinahópa.Daníel Starrason

„Það er lítið mál að gera sér dagsferðir frá Akureyri, til dæmis í Mývatnssveit og til Húsavíkur, skoða Goðafoss og Dettifoss og þá er Ásbyrgi einstök náttúruperla. Dalvík, Hrísey og Siglufjörður eru í þægilegri fjarlægð og ekki svo langt til Hofsóss. Sundferðir tilheyra ferðalögum og er heimsókn í sundlaug Akureyrar ævintýri líkust. Þá er gaman að heimsækja hin ýmsu böð í nágrenninu, Bjórböðin á Árskógsströnd, Jarðböðin á Mývatni og Sjóböðin á Húsavík svo dæmi séu nefnd.“

Daníel Starrason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×