Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 11:42 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum Vísir/Sigurjón Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Samantekt á rannsókn notagildis hýdroxíklórókíns var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar kom fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið. Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu í vetur vegna kórónuveirunnar. Var lyfið notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, segir noktun þess hafa verið hætt fyrir nokkru síðan. „Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum. Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann segir þekkt að lyfið getur leitt til hjartsláttaróreglu hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Lyfið geti lengt ákveðið bil í hjartarafriti sem getur leitt til þessarar hjartsláttaróreglu. „Það er alveg á hreinu að stefnulaus notkun á þessu lyfi án góðrar vöktunar, með töku hjartarafrits, kann ekki góðri lukku að stýra. Við gerðum okkur far um það hér þegar við notuðum lyfið að fylgjast með þessu. En við höfum haft spurnir af því að erlendis hefur notkunin verið frjálslegri og víðtækari og ekkert endilega verið að fylgja þessum tilmælum um að taka hjartarafrit og fylgjast með lengingu á þessu tiltekna bili sem skiptir máli,“ segir Magnús. Fylgst var vel með sjúklingum sem fengu lyfið hér á landi Þeir sem fengu lyfið hér á landi voru þeir sem lögðust inn á spítala. „Þannig að það var eðli málsins samkvæmt fólk sem var fylgst með og taka hjartarit. Örfáir einstaklingar sem tóku lyfið undir eftirliti í heimahúsi en voru þá í sambandi við göngudeildina. En þetta er ekki mikill fjöldi, innan við 200 manns alls, þetta er innan við 10 prósent í mesta lagi af heildarfjöldanum sem greindist með Covid,“ segir Magnús. Eiga Remdesivir og Favipir Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar hafa sýnt góð áhrif ebólulyfsins Remdesivir á baráttu fólks við Covid-19. Magnús segir þetta jákvæðar fréttir og sem betur fer hafi Landspítalinn tryggt sér þetta lyf. „Og erum ágætlega undir það búin ef nauðsyn skapast á að gefa það lyf. Það eru ákveðnar takmarkanir á notkun þess. Við vonum að þær verði minni eftir því sem við áttum okkur betur á ábendingum og gagnsemi lyfsins,“ segir Magnús. Hann segir framleiðanda lyfsins setja þessar takmarkanir. Hingað til hefur aðeins mátt nota það á sjúklinga í öndunarvél. Þá hefur Landspítalinn einnig fengið japanska lyfið Favipir en Magnús segir enn beðið niðurstaðna um rannsóknir á virkni þess gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira