Sport

Sportið í dag: Ingi Þór, Dani, Guðrún Brá og heimsókn til Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag, alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00.
Sportið í dag, alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Strákarnir í Sportinu í dag mæta ferskir til leiks eftir helgarfrí og bjóða upp á flottan þátt í dag. Hann hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Ingi Þór Steinþórsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, sest í stólinn og fer yfir síðustu daga hjá sér og framtíðina í Garðabænum. 

Einnig verður rætt við Dani Rodriguez sem í dag var einnig ráðin aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði langt fram á kvöld við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í gær og hafði betur eftir sex holu bráðabana. Guðrún verður í spjalli í dag. 

Svo verður kíkt til Keflavíkur og heyrt í þjálfurum knattspyrnuliðs bæjarins, þeim Eysteini Haukssyni og Sigurður Ragnari Eyjólfssyni.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×