Sport

Engir áhorfendur verði tímabilið klárað í Þýskalandi

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Herthu Berlínar eru eins og aðrir leikmenn í þýsku 1. deildinni byrjaðir að æfa á nýjan leik, en í litlum hópum.
Leikmenn Herthu Berlínar eru eins og aðrir leikmenn í þýsku 1. deildinni byrjaðir að æfa á nýjan leik, en í litlum hópum. VÍSIR/EPA

Ef takast á að ljúka keppnistímabilinu í boltaíþróttunum í Þýskalandi í sumar þá verður það gert fyrir luktum dyrum. Stórar samkomur eru bannaðar í landinu út ágúst.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti þessi áform í dag. Þetta þýðir þó ekki að útilokað sé að þær umferðir sem til að mynda eftir eru í þýska fótboltanum verði leiknar. Hlé er á þýsku 1. deildinni til 30. apríl en flest lið hófu þó æfingar á nýjan leik í minni hópum í síðustu viku. Forráðamenn þýsku deildakeppninnar funda 23. apríl og ætla sér að finna lausnir til að klára tímabilið fyrir 30. júní, enda gríðarmiklar sjónvarpstekjur í húfi.

Að sama skapi er ljóst að ekki verða áhorfendur á leikjum í þýska handboltanum eða körfuboltanum verði spilað meira á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí.

Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta frestað fram í maí

Þjóðverjar stefna á að hefja leik að nýju í úrvalsdeildinni í handbolta þann 16. maí næstkomandi. Mögulega gæti það þó farið svo að deildin verði einfaldlega blásin af. Þetta kom fram á vefsíðu deildarinnar fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×