Enski boltinn

Neville lék 60 mínútur í gær

Nordic Photos / Getty Images

Fyrirliðinn Gary Neville spilaði klukkutíma með varaliði Manchester United í gærkvöld þegar það tapaði 2-0 varaliði Liverpool. Þetta er nýjasta tilraun hins 33 ára gamla bakvarðar til að snúa aftur úr erfiðum meiðslum.

Neville hefur ekki spilað fyrir aðallið United í næstum því eitt ár vegna meiðsla á ökkla og kálfa. Þá lék varamarkvörðurinn Ben Foster einnig fyrir Manchester United en hann fór í hnéuppskurð í sumar.

Það voru Xabi Alonso og Harry Kewell sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×