Innlent

Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vigdís Finnbogadóttir við afhendingu á Bjartsýnisverðlaununum á Kjarvalsstöðum í fyrra.
Vigdís Finnbogadóttir við afhendingu á Bjartsýnisverðlaununum á Kjarvalsstöðum í fyrra. Vísir/Ernir
Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku. Hvorki ferðamenn, sem hingað koma í stórum stíl, né raftækin, sem orðin eru ómissandi hluti af daglegu lífi, tala íslensku.

Þetta kemur fram í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskrar tungu í alþjóðasamfélagi.

Fréttaveitan náði tali af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, en hún hefur þungar áhyggjur af íslenskunni í tæknilegu samhengi.

„Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan ruslinu - með latínunni,“ sagði Vígdís og vísar þar til þess að latína telst útdautt tungumál.

Þá var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson, íslenskufræðing og sérfræðing í tungutækni.

„Eftir því sem íslenskan verður óþarfari í daglegu lífi, því nær kemst þjóðin því að hætta að tala hana,“ sagði hann.

Staða íslenskunnar í stafrænum heimi er áhyggjuefni en ásamt lettnesku, litháísku, írsk-gelísku og maltnesku er hún verst stödd allra tungumála á því sviði.

Samkvæmt AP er áætlað að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til þróunar á tæknibúnaði sem komi til með að stuðla að björgun íslenskunnar á stafrænni öld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×