Sport

Er­lendir leik­menn spyrjast fyrir um leik­manna­sam­tökin: Ís­land langt á eftir Norður­löndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Sveinn Geirsson var gestur í Sportinu í dag en hann er forseti leikmannasamtakanna.
Arnar Sveinn Geirsson var gestur í Sportinu í dag en hann er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s

Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir að það sýni sig hversu langt Ísland er á eftir öðrum löndum hvað varðar leikmannasamtök þegar erlendir leikmenn koma hingað og spila.

Laun og umræða í kringum leikmenn hefur verið mikil upp á síðkastið og sér í lagi á tímum kórónuveirunnar. Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna og hann var gestur í Sportinu í dag. Hann segir að það séu þónokkrir skráðir og þar séu erlendir leikmenn fyrirferðamiklir.

„Það eru um 350 til 400 skráðir félagsmenn í fótboltanum og í handboltanum eru 100 eða 150 leikmenn. Þetta eru mestmegnis efstu tvær deildirnar í karla og kvenna í fótboltanum og í handboltanum er þetta efstu deildirnar tvær í karla og kvenna. Það eru fleiri lið sem koma til í fótboltanum og svo fáum við líka inn útlendinganna sem koma hingað,“ sagði Arnar.

„Það sýnir hversu mikið við erum á eftir í þessu er að þegar útlendingarnir koma hingað að þeir eru alltaf fyrstir til að skrá sig. Þeir spyrja hvar leikmannasamtökin eru því þeir þekkja þetta frá sínu heimalandi hvort sem það eru Norðurlöndin eða önnur lönd í Evrópu.“

Á Norðurlöndunum er haldið úti viðamiklu starfi innan Leikmannasamtakanna en Arnar Sveinn segir að betur megi ef duga skal hér heima.

„Þetta er komið miklu lengra annars staðar, sérstaklega ef við tölum um lönd sem við berum okkur mikið saman við eins og Norðurlöndin. Þá eru þau mikið lengra komin en við í þessum málum. Við erum að reyna efla okkar starf og gera okkur sýnilegri en við höfum verið til þess að láta boltinn fara rúlla,“ sagði Arnar Sveinn.

Klippa: Sportið í dag - Arnar Sveinn um erlenda leikmenn og leikmannasamtökin

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.