Ekki í boði að gera ekki neitt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ Vísir/Egill Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira