Innlent

Svona var 35. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi.

Sara Dögg Svanhildardóttir verður gestur fundarins að þessu sinni en hún smitaðist af nýju kórónuveirunni en er nú batnað og mun hún deila sinni upplifun af veikindunum sem fylgja veirunni.

Fram kemur í tilkynningu frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna að upplýsingafundirnir héðan af verða ekki lengri en 30 mínútur.

Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×