Enski boltinn

Fletcher: Ég er ekki grófur leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Fletcher fékk rautt sjald á móti Arsenal í Meistaradeildinni 2009.
Darren Fletcher fékk rautt sjald á móti Arsenal í Meistaradeildinni 2009. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enskir fjölmiðlar hafa rifjað upp ummæli Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem hann átti um Manchester United manninn Darren Fletcher í fyrra. Franski stjórinn gagnrýndi spilamennsku Fletcher eftir leik liðanna í fyrra og kallaði hann grófan og óheiðarlegan leikmann.

Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og það má búast við því að Darren Fletcher láti líka finna fyrir sér á miðjunni í leiknum annað kvöld.

„Það var ýmislegt sagt í hita leiksins en ég vil ekkert vera að pæla í þessu lengur," sagði Darren Fletcher í viðtali við SkySports þegar hann var spurður út í orð Wenger.

„Ég held að ég sé ekki grófur leikmaður og ég veit að ég er ekki óheiðarlegur leikmaður. Ég fer í allar tæklingar til þess að vinna boltann en stundum verðum maður fyrir því óláni að brjóta á andstæðingnum, Það er ekki viljandi og aðeins hluti af breska boltanum," sagði Fletcher

„Dómararnir hér nota mikið heilbrigða skynsemi þegar þeir dæma og þeir greina alltaf á milli hvenær leikmenn eru að fara í boltann og hvenær þeir eru að reyna að meiða mótherjann," sagði Fletcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×