Erlent

Stöðvuðu grunsamlega flugvél

Flugvél sem stefndi á Rómarborg var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun á meðan útför Jóhannesar Páls páfa II fór fram. Grunur lék á að sprengja væri um borð í vélinni en að sögn talsmanns innan ítalska hersins kom í ljós eftir að leitað var í vélinni að grunurinn reyndist ekki á rökum reistur. Flugvélin var að koma frá Balkanskaga en hún var neydd til að lenda á flugvelli ítalska hersins þegar hún stefndi inn í lofthelgi Rómarborgar. Flug var bannað yfir borginni í morgun, auk þess sem herskip og flugskeyti voru til reiðu í kringum Róm til að verja allan þann fjölda þjóðar- og trúarleiðtoga sem voru viðstaddir útför páfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×