Enski boltinn

Bolton skoraði tvö mörk manni færri og vann Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bolton vann 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildini þrátt fyrir að lenda manni undir í stöðunni 0-0 þegar 34 mínútur voru eftir af leiknum. Wolves bætti á sama tíma stöðu sína á botninum með því að vinna 1-0 sigur á Birmingham.

Stuart Holden tryggði Bolton 2-1 sigur á Blakcburn með því að skora sigurmarkið á 88. mínútu. Boltin komst upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum en Tottenham getur endurheimt fimmta sætið þegar liðið mætir Chelsea klukkan 16.00.

Bolton var miklu sterkara liðið framan af leik en Blackburn endaði fyrri hálfleikinn betur. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleiknum fóru hlutirnir að gerast.

Bolton-maðurinn Mark Davies fékk sitt annað gula spjald á 56. mínútu fyrir að fara með olbogann hátt á lofti inn í skallaeinvígi við Phil Jones.

Bolton lagði þó ekki árar í bát og varamaðurinn Fabrice Muamba kom Bolton í 1-0 á 65. mínútu með laglegu skoti úr teignum eftir að mikið hafði gengið á í kjölfarið af aukaspyrnu Sam Rickett.

Mame Biram Diouf jafnaði leikinn á 87. mínútu eftir stungusendingu frá Jason Roberts en Stuart Holden kom Bolton yfir aftur í næstu sókn.

Sam Rickett átti þá langa sendingu sem Kevin Davies skallaði fyrir fætur Holden. Það reyndist síðan vera sigurmark Bolton.

Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á bekknum en Sam Rickett átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum og heldur áfram stöðu sinni. Rickett átti meðal annars þátt í báðum mörkum Bolton.
Stephen Hunt tryggði Úlfunum þrjú stig í dag.Mynd/AP
Stephen Hunt skoraði eina markið í 1-0 sigri Wolves á Birmingham en þetta var annar heimasigur Úlfanna í röð. Sigurinn dugði þó ekki Wolves til að sleppa úr fallsæti en liðið er í næstsíðasta sæti stigi á eftir Fulham og Wigan.

Sigurmark Hunt kom eftir sendingu frá Sylvan Ebanks-Blake á lokamínútu fyrri hálfleiks. Wolves hafði unnið 3-2 sigur á Sunderland í síðasta heimaleik liðsins á undan þessum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×