Enski boltinn

Námuverkamennirnir frá Síle verða á Old Trafford á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Bobby Charlton með þeim Raul Bustos Ibanez og Mario Sepulveda.
Sir Bobby Charlton með þeim Raul Bustos Ibanez og Mario Sepulveda. Mynd/AP
Stór hluti af námuverkamönnunum 33 sem lokuðust inn í 69 daga í San Josénámunni í Síle eru nú komnir til Manchester þar sem þeir verða meðal áhorfenda á toppslag Manchester United og Arsenal á Old Trafford á morgun.

Manchester United bauð námuverkamönnunum heimsfrægu í heimsókn og þeir fengu að eyða allri helginni í Manchester-borg. Mönnunum hefur verið úthlutað sætum í heiðursstúkunni á Old Trafford og fyrir leikinn fá þeir að hitta Sir Alex Feguson, stjóra Manchester United og leikmennina.

Það var síleski vínframleiðandinn Vina Concha y Toro sem skipulagði ferðina en hann er einn af styrktaraðilum United.
Allur hópurinn með Sir Bobby Charlton.Mynd/AP
Það var Sir Bobby Charlton sem átti hugmyndina að því að bjóða námuverkamönnunum á Old Trafford á sínum tíma en hann var í heimsókn í Síle þegar björgunin stóð sem hæst.

Námuverkamennirnir eiga eftir að fara á fleiri fótboltaleiki því þeir fengu samskonar boð frá spænska stórliðinu Real Madrid auk þess að þeir ferðast um heiminn þessa daganna enda vilja margir fá þessa kappa í heimsókn til sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×