Stella vildi drepa Mills 31. október 2006 09:00 Skilnaður Pauls McCartney og Heather Mills tekur á sig sífellt undarlegri myndir. Nú eru rifjuð upp ummæli dóttur McCartney um eiginkonuna og framkoma Paul við Lindu heitna McCartney. Bresku götublöðin halda áfram umfjöllun sinni um skilnað Heather Mills og Paul McCartney sem vakið hefur heimsathygli, ekki síst fyrir fjölmiðlafárið sem hefur ríkt í kringum málið að undanförnu. News of the World birti á sunnudag frétt þess efnis að dóttir Paul, fatahönnuðurinn Stella McCartney, hefði hótað Heather Mills lífláti skömmu eftir að hún lýsti því yfir að Paul hefði einnig lamið og komið illa fram við mömmu hennar, Lindu. „Af hverju varstu að giftast þessari belju? Hún hefur ekki gert neitt annað en að misnota okkur. Ég drep hana," á Stella að hafa öskrað að föður sínum samkvæmt götublaðinu. Fréttir um segulbandsupptökur sem Linda heitin McCartney gerði skömmu fyrir andlát sitt vöktu mikla athygli í síðustu viku en þar er hún sögð tjá sig á einlægan hátt um hjónaband sitt og Paul. Upptökurnar gætu verið notaðar í réttarhöldunum sem hefjast snemma á næsta ári og er hugsanlegt að þær varpi nýju ljósi á hjónaband Pauls og Lindu sem hingað til hefur verið talið það ástríkasta í skemmtanaiðnaðinum. Peter Cox, náinn vinur Lindu, segir að henni hafi oft liðið illa í hjónabandinu en Cox hefur upptökurnar undir höndunum og hefur fallist á að birta þær ekki opinberlega. Í samtali við Daily Mail ber hann Paul hins vegar ekki vel söguna og segir hann hafa komið illa fram við Lindu. „Hann átti það til að ráðskast með hana," sagði Cox við blaðið en lengi hefur andað köldu á milli þeirra og bað Paul hann vinsamlegast um að mæta ekki í jarðarför Lindu árið 1998. Þá segir Cox að Paul hafi jafnframt verið hrokafullur og talað um góðvin sinn John Lennon eins og hann væri enn á lífi. „Er það ekkert furðulegt?" spyr Cox. The Sun segist á hinn bóginn hafa komist yfir óbirt viðtal sem sjónvarpsmaðurinn Garth Pearce tók við Lindu í maí 1980. Þar segist hún elska Paul út af lífinu, að hún hafi ekkert yfir honum að kvarta. Þar tjáir Linda sig einnig um það þegar Paul var handtekinn á flugvelli í Japan með hass í fórum sínum. „Ég hræddist mjög að hann þyrfti að vera í fangelsi næstu sex eða sjö árin. Ég hugsaði alvarlega um það að kaupa hús í Japan sem við gætum búið í næstu árin því þá gæti ég heimsótt hann á hverjum degi," sagði Linda fyrir 26 árum. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Skilnaður Pauls McCartney og Heather Mills tekur á sig sífellt undarlegri myndir. Nú eru rifjuð upp ummæli dóttur McCartney um eiginkonuna og framkoma Paul við Lindu heitna McCartney. Bresku götublöðin halda áfram umfjöllun sinni um skilnað Heather Mills og Paul McCartney sem vakið hefur heimsathygli, ekki síst fyrir fjölmiðlafárið sem hefur ríkt í kringum málið að undanförnu. News of the World birti á sunnudag frétt þess efnis að dóttir Paul, fatahönnuðurinn Stella McCartney, hefði hótað Heather Mills lífláti skömmu eftir að hún lýsti því yfir að Paul hefði einnig lamið og komið illa fram við mömmu hennar, Lindu. „Af hverju varstu að giftast þessari belju? Hún hefur ekki gert neitt annað en að misnota okkur. Ég drep hana," á Stella að hafa öskrað að föður sínum samkvæmt götublaðinu. Fréttir um segulbandsupptökur sem Linda heitin McCartney gerði skömmu fyrir andlát sitt vöktu mikla athygli í síðustu viku en þar er hún sögð tjá sig á einlægan hátt um hjónaband sitt og Paul. Upptökurnar gætu verið notaðar í réttarhöldunum sem hefjast snemma á næsta ári og er hugsanlegt að þær varpi nýju ljósi á hjónaband Pauls og Lindu sem hingað til hefur verið talið það ástríkasta í skemmtanaiðnaðinum. Peter Cox, náinn vinur Lindu, segir að henni hafi oft liðið illa í hjónabandinu en Cox hefur upptökurnar undir höndunum og hefur fallist á að birta þær ekki opinberlega. Í samtali við Daily Mail ber hann Paul hins vegar ekki vel söguna og segir hann hafa komið illa fram við Lindu. „Hann átti það til að ráðskast með hana," sagði Cox við blaðið en lengi hefur andað köldu á milli þeirra og bað Paul hann vinsamlegast um að mæta ekki í jarðarför Lindu árið 1998. Þá segir Cox að Paul hafi jafnframt verið hrokafullur og talað um góðvin sinn John Lennon eins og hann væri enn á lífi. „Er það ekkert furðulegt?" spyr Cox. The Sun segist á hinn bóginn hafa komist yfir óbirt viðtal sem sjónvarpsmaðurinn Garth Pearce tók við Lindu í maí 1980. Þar segist hún elska Paul út af lífinu, að hún hafi ekkert yfir honum að kvarta. Þar tjáir Linda sig einnig um það þegar Paul var handtekinn á flugvelli í Japan með hass í fórum sínum. „Ég hræddist mjög að hann þyrfti að vera í fangelsi næstu sex eða sjö árin. Ég hugsaði alvarlega um það að kaupa hús í Japan sem við gætum búið í næstu árin því þá gæti ég heimsótt hann á hverjum degi," sagði Linda fyrir 26 árum.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira