Lífið samstarf

#höldumáfram: Þegar farið er út að hlaupa

#höldumáfram
Birna María er vel að sér þegar kemur að heilsu og æfingum.
Birna María er vel að sér þegar kemur að heilsu og æfingum.

Nú er rétti tíminn til þess að reima á sig skóna og fara út að hlaupa.

Birna María fer yfir mikilvægt atriði sem þarf að hafa í huga áður en farið er af stað. Hvort sem það er fólk sem er að byrja að hlaupa aftur eftir frí eða að byrja að hlaupa yfir höfuð.

Einnig sýnir Birna sniðuga æfingu til að brjóta upp hlaupahring eða taka í lokin á góðu hlaupi. Krefjandi fyrir þá sem vilja svolítið extra í útihlaupin.

Klippa: #höldumáfram - Þáttur 3 - Birna María

Birna María veit ýmislegt um heilsu en hún hefur meðal annars gert fjölmarga þætti undir nafninu Gym þar sem hún fær þekkta einstaklinga með sér í ræktina og forvitnast um hvernig þeim finnst best að æfa.

Verkefnið #höldumáfram snýr að því að hvetja fólk til að hugsa um líkamlega og andlega heilsu hvort sem það er að taka æfingu, fara í göngutúr, hugleiða eða hvað sem skiptir hvern og einn máli. En þessa dagana þarf fólk að gera það heima eða úti í náttúrunni. Sjá má fleiri æfingar hér fyrir neðan.

Klippa: #höldumáfram - Þáttur 1 - Böðvar Tandri

Klippa: #höldumáfram - Þáttur 2 - Bensi og Dóri

#höldumáfram er herferð á vegum Nocco. Í henni sýnir íþróttafólk og þjálfarar sniðugar æfingar. Einnig er fólk hvatt til að taka þátt á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #höldumáfram, sýna frá því sem það er að gera en um leið hvetja vini og aðra til að gera slíkt hið sama. Halda áfram að hugsa um sig því líkamleg og andleg heilsa hafa sjaldan skipt jafn miklu máli. Ekki bara fyrir hvern og einn heldur samfélagið í heild.


Tengdar fréttir

Höldum áfram að hugsa um heilsuna: heilsuátak Nocco

Nocco stendur nú fyrir heilsuátakinu Höldum áfram. „Ef það hefur einhvern tímann skipt máli að passa upp á heilsuna og halda heilbrigðum lífsstíl þá er það núna," segir markaðsstjóri Nocco






Fleiri fréttir

Sjá meira


×