Erlent

Bónorð aldarinnar - sviðsetti vélarbilun

Bónorðin eru svo sannarlega ólík. Fáir hafa þó gengið jafn langt og Bandaríkjamaðurinn og flugmaðurinn Ryan Thompson sem beinlínis neyddi sína heittelskuðu til þiggja hringinn.

Ryan bauð unnustu sinni, Carlie, í útsýnisflug yfir Chicagoborg fyrr í vikunni og skemmtu þau sér konunglega, eða þangað til að stýritæki flugvélarinnar biluðu.

Ryan fól Carlie að lesa upp úr handbókinni á meðan hann reyndi að ná stjórn á flugvélinni. Nokkru áður hafði Ryan falið bónorðið í tæknimáli bókarinnar.

Carlie rak síðan upp stór augu þegar leiðbeiningarnar fullyrtu að flugmaðurinn myndi ávallt vera henni trúr.

Á endanum samþykkti Carlie tilboðið. Var hún vafalaust himinlifandi með að hafa haldið lífið, sem og að hafa trúlofast.

Hægt er að sjá myndbandið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×