Enski boltinn

Milner í skýjunum vegna gengis Aston Villa

Elvar Geir Magnússon skrifar
James Milner fagnar um helgina.
James Milner fagnar um helgina.

James Milner segir að ákveðin sigurhefð sé að skapast hjá Aston Villa. Naumur sigur á West Ham sé dæmi um leiki þar sem Villa hefur ekki verið að spila vel en nær samt þremur stigum.

„Við höfðum heppnina með okkur gegn West Ham. Til lengri tíma þarf heppnin líka að vera með okkur. Það koma leikir þar sem við eigum ekki okkar besta dag og það er góðs viti ef þeir falla samt með okkur," sagði Milner.

Aston Villa hefur verið að brjótast inn í hinn fræga hóp hinna „fjöfurra stóru" liða í ensku úrvalsdeildinni. „Það er klárt mál að við erum að spila mun betur þetta tímabilið en það koma leikir þar sem brekkan er brött. Ef við náum í eitthvað úr þeim leikjum þá erum við í góðum málum. Það sýnir ákveðin gæði ef við vinnum leiki þar sem við erum ekki að spila vel," sagði Milner.

Hann segir liðið hafa sýnt það á þessu tímabili að það getur unnið sér inn Meistaradeildarsæti. „Við erum með góðan hóp ungra enskra leikmanna ásamt góðri blöndu af erlendum leikmönnum. Aston Villa hefur verið í stöðugri framför síðan Martin O'Neill tók við liðinu," sagði Milner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×