Enski boltinn

Chelsea mistókst að komast á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bláklæddur jólasveinn heilsar upp á ungan stuðningsmann Everton fyrir leikinn í kvöld.
Bláklæddur jólasveinn heilsar upp á ungan stuðningsmann Everton fyrir leikinn í kvöld.

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea er því enn einu stigi á eftir Liverpool eins og liðið var fyrir helgina.

Chelsea lék einum manni færri stærstan hluta leiksins en John Terry fékk rautt spjald á 35. mínútu. Heimamenn í Everton náðu ekki að nýta sér liðsmuninn til að skora.

Steven Pienaar náði reyndar að koma knettinum í netið skömmu fyrir leikslok en það mark var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Everton er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×