Enski boltinn

Nicky Butt ætlar í þjálfun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nicky Butt.
Nicky Butt.

Nicky Butt ætlar að gerast knattspyrnustjóri þegar hann leggur skó sína á hilluna. Þessi 33 ára miðjumaður er í viðræðum við Newcastle um nýjan samning.

Fyrrum liðsfélagar Butt hjá Manchester United, Paul Ince og Roy Keane, hættu báðir störfum nýlega vegna dapurs árangurs. „Það sem gerðist fyrir Ince og Keane hefur ekki orðið til að minnka löngun mína til að verða knattspyrnustjóri," segir Butt.

„Þeir eru báðir mjög sterkir karakterar og er viss um að þeir snúi aftur sem enn betri knattspyrnustjórar. Ég er að afla mér þjálfaramenntunar og hef fengið mikinn stuðning frá enska knattspyrnusambandinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×